Velkomin til Margt smátt

Margt smátt er leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í sölu á auglýsinga- og gjafavörum. Við bjóðum upp á fjölbreyttar lausnir sem koma þínum skilaboðum á framfæri á eftirtektarverðan hátt. Við gerum lífið merkilegra.

Vefverslun

Við erum að leggja lokahönd á nýja vefverslun sem mun opna hér innan skamms. Í vefverslun Margt smátt munt þú finna þú mesta úrval auglýsinga- og gjafavara á landinu. Fylgist með!

Um okkur

  Margt smátt sérhæfir sig í auglýsinga- og gjafavörum fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Við erum vel tækjum búin til að merkja auglýsinga- og gjafavörur hér heima, einnig erum við í góðum samböndum við framleiðendur um víða veröld sem geta sérframleitt og merkt vörur fyrir viðskiptavini okkar allt eftir þeirra óskum og þörfum. Margt smátt leggur áherslu á persónulega þjónustu, gæði, hagstætt verð og stuttan afgreiðslutíma. Einkunnarorð okkar er HEIÐARLEIKI. Við tökum starf okkar alvarlega og gerum okkur grein fyrir mikilvægi þjónustu okkar og kappkostum við að fullnægja þörfum viðskiptavina okkar eftir fremsta megni. Markmið Margt smátt er og hefur verið að vera leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í sölu á auglýsinga- og gjafavörum. Í 26 ára sögu fyrirtækisins hefur aldrei verið kvikað frá þessu markmiði.

Prentun & saumur

_67A6509
Við merkjum sjálf megnið af þeim vörum sem eru í boði. Í framleiðslusal okkar vinna 10 starfsmenn við að prenta, sauma og þrykkja ykkar vörumerki á allskyns vörur, allt frá kúlupennum yfir í ferðatöskur. Samstarfsaðilar okkar víðsvegar um heim sjá svo um að merkja það sem við gerum ekki sjálf. Þetta tryggir að þú færð ávallt framúrskarandi og hagkvæma þjónustu.
​Merkingaraðferðir
  • Púðaprentun
  • Silkiprentun
  • Transferprentun
  • Laser áletrun
  • Bródering
  • Upphleyping
  • Stimplun
  • Stafræn prentun
  • Þrívíð prentun